Um Foreldrafélag
barna með axlaklemmu:
Félag var stofnað 1996 af nokkrum
konum sem höfðu eignast börn með axlarklemmu. Á
þessum tíma vissu mjög fáir hvað axlaklemma var og
í mínu tilfelli þá þekkti ég engan sem
hafði fætt svona barn.
Axlarklemma kemur alltaf í
fæðingu t.d ef barn er of stórt fyrir móður að
fæða þá stendur yfirleitt á öxlum hjá
barninu og ljósmóðir notar of mikið afl til að
ná barninu út. Þá trosna taugarnar og jafnvel slitna
og handleggurinn verður þá lamaður eða
máttlaus. Milli 80-90% tilfella gegnur lömunin til baka, innan nokkra
vikna en þessi 10-20% sem eru eftir, eru þá með
alvarlegan taugaskaða, sem oft þarf að framkvæma
aðgerð á.
Þetta er náttúrulega
mikið sjokk fyrir alla að fæða svona barn. Enginn barna-
taugaskurðlæknir er á Íslandi og þurfum við
að fara til
En það er búið að vera
baráttu mál okkar í félaginu að fá
reglulega barna- taugaskurðlækni til landsins, en í samstarfi
við Rafn Ragnarsson, lýtalækni komust við í samband
við sænskan skurðlækni sem heitir Thomas Carlstedt og
starfar hann í úthverfi Lúndúnaborgar. Thomas Carlstedt kemur c.a 1x á
ári til landsins, til að skoða börn til aðgerðar
þá hefur hann framkvæmt minni aðgerðir í
samstarfi við Rafn Ragnarsson á Landsspítalanum.
Markmið hjá Félagi foreldra
barna með axlarklemmu er að styðja við þá foreldra
sem eignast axlaklemmubörn á allan hátt, segja þeim
rétt þeirra o.s.fr. Við fáum t.d ekki
ummönnunarbætur frá Trygginastofnun ríkisins. Við
erum svo lítils metin í þjóðfélaginu.
Það er eins og við séum ekki til í kerfinu.
Þessi stuðningur verður til þess að við verðum
sýnilegri með t.d útgáfu á
upplýsingabæklingi og opnunar á heimasíðu.